Algengustu fótamein eru naglavandamál, s.s. þykkar eða niðurgrónar neglur, líkþorn, sigg, sprungur í húð og vörtur.
Aðeins lærðir fótaaðgerðafræðingar hafa heimild til slíkra aðgerða, enda um vandasama meðhöndlun að ræða. Því viljum við veita dálitla innsýn í það, í hverju starf fótaaðgerðafræðings er fólgið.Fótaaðgerðafræðingur þynnir neglur með tilheyrandi tækjum. Inngrónar neglur eru meðhöndlaðar með spangarmeðferð, sem er sársaukalaus meðhöndlun og bætir líðan strax frá byrjun meðferðar.Hann fjarlægir einnig líkþorn og veitir ráðleggingar. Hægt er að útbúa alls konar hlífar til að aflétta álagi af húð og koma í veg fyrir núning og þrýsting og þar með líkþorn.Fótaaðgerðafræðingur veitir jafnframt ráðgjöf varðandi umhirðu fóta og hentugan fótabúnað.
Fætur sykursjúkra eru í sérstökum áhættuhópi vegna þeirra fylgihvilla, sem fylgt geta sjúkdómnum.
Við mælum eindregið með, að sem flestir láti fótaaðgerðafræðing meta fætur sína og fái úr því skorið, hvort aðgerða sé þörf og hljóta jafnframt ráðgjöf um hentugan fótabúnað og nauðsynlega fótaumhirðu.
Fótaaðgerð
14.700 kr.
Gjafabréfið gildir í eitt ár